Við hefjum leikinn í heimabæ Andra, Reyðarfirði. Þar hefur hún Gréta Friðriksdóttir komið sér upp mjög myndarlegu lyklakippusafni, svo vægt sé tekið til orða. Á Eskifirði fær Andri að prófa að skjóta af einu haglaskammbyssunni á landinu, í boði stórskyttunar Palla í Hlíð. Hann er líklega frægastur fyrir að geta skotið vængina af fiðrildi á 50 metra færi. Andri og Tómas fara í pílagrímsför til Vopnafjarðar, fæðingarbæ Lindu P. og finna í leiðinni ótrúlega góða sveitasundlaug í Selárdal. Á Eiðum kíkja Andri og Tómas í kaffi til Bjartmars Guðlaugssonar og telja í eitt eða tvo lög eftir meistarann sjálfann.