Opnun Eurogarðsins er fram undan. Danni og Fríða taka að sér að kynna garðinn á Instagram en vankunnátta þeirra leiðir til þess að áhrifavaldurinn Solla Reynis er fengin til þess að kenna þeim réttu handtökin. Ómar veit um ólöglegt ljón á landinu og þeir Andri flytja það í garðinn. Þúsundir flykkjast í garðinn til þess að sjá ljónið en opnunin endar með ósköpum.