Baddi er kominn aftur í garðinn og allt leikur í lyndi. Andri hittir veikan pabba sinn í fyrsta sinn í mörg ár og býðst til þess að gefa honum nýra. Geðræn vandamál Ómars eru farin að hrjá hann mikið og hann missir algjörlega tökin. Fríða og Danni eru á góðri leið með að verða kærustupar þegar upp kemst um stórt leyndarmál Fríðu sem setur allt í uppnám. Baddi dettur í það og leggur drög að Eurogarðinum 2.0.