Tugir ef ekki hundruð erlendra starfsmanna eru lokkuð til landsins og síðan svikin um launin sem lofað var. Margir búa í hrörlegu húsnæði sem rukkuð er himinhá leiga fyrir. Verkalýðsfélög hafa áhyggjur af starfsmannaleigum en yfirvöld eru vanmátta, þrátt fyrir fyrirheit um annað.