All Seasons

Season 1

  • S01E01 BronyCon

    • February 14, 2020
    • Sýn

    My Little Pony hefur skapað ótrúlegan stórt samfélag fullorðinna karlmanna sem taka engu alvarlegra lífinu en litlu litríku töfrahestana frá Equestria. Steindi leitar svara hvers vegna fólk sækir hátíðina árlega og tekur grínistann Önnu Svövu Knútsdóttur með sér.

  • S01E02 Luftgítar

    • February 21, 2020
    • Sýn

    Árlega er haldin Heimsmeistarakeppnin í Luftgítar í Finnlandi þar sem keppendur hvaðanæva úr heiminum keppa um hver er bestur í að spila á... já, ímyndaðann gítar! Steindi fer ekki einn heldur tekur hann mömmu sína með sér, hana Sigríði Ernu Valgeirsdóttur, sem hefur verið stoð hans og stytta allt hans líf og án hennar gæti Steindi ekki ímyndað sér að verða næsti heimsmeistari í luftgítar.

  • S01E03 DrachenFest

    • February 28, 2020
    • Sýn

    Drachenfest er haldin árlega í Þýskalandi og er einn stærsti söfnuður "LARPara" í heimi. Larp er hlutverkaleikur þar sem nördar hafa rifið sig út úr húsi, klætt sig upp sem stríðsmenn, álfar eða álíka og hlaupa um með plastvopn og þykjast búa í fantasíuheimi í nokkrar klukkustundir eða jafnvel nokkra daga! Þess vegna var vel við hæfi að Steindi tæki nördalegasta mann landsins með sér inn í Drekaheiminn, engan annann en Hugleik Dagsson!

  • S01E04 UFO

    • March 6, 2020
    • Sýn

    Erum við ein í alheiminum? Við erum allavega ekki ein á jörðinni, því hér er nóg af litríkum karakterum, mörgum hverjum sem telja sig hafa séð geimverur, verið rænt af geimverum eða hreinlega telja sig VERA geimverur! Bergur Ebbi slæst í för með Steinda í leit að lífi og tilgangi í himingeimnum.

  • S01E05 Fetish Con

    • March 13, 2020
    • Sýn

    Hvað er blæti og erum við öll með slíkt? Árlega koma þúsundir manna saman undir einu þaki í Saint Petersburg, Florida á einni stærstu ráðstefnu heims tileinkað öllu blæti mannkyns. Svipur, reipi, sokkabönd, þrælar og trúðar er einungis brot af því sem fer fram á Fetish Con. Með Steinda í för er engin önnur er konan hans Sigrún Sigurðardóttir en hún er vön því að takast á við erfið verkefni, eins og t.d að búa með Steinda.

  • S01E06 Outback Festival

    • March 20, 2020
    • Sýn

    Lengst inní hinu villta vestri Ástralíu, öðru nafni The Outback, er árlega haldin stórfurðuleg bæjarhátíð sem er ekki sú fyrsta sem poppar upp þegar þú leitar að hátíðum á leitarvefum alnetsins. Bara alls ekki! Til að komast þangað þarf að taka fjórar flugvélar og aka í margra klukkutíma á gömlum malarveg. Bókstaflega eins langt frá Mosfellsbænum og landfræðilega er hægt að fara á þessari plánetu!