Hópurinn uppgötvar að ræningjar hafa látið greipar sópa um þorpið og fólkið sveltur. Brynhildur hvetur það til að berjast. Albert reynir að flýja en skessurnar breyta honum í fisk. Ormhildur og Guðrún halda að þær hafi fundið jeppa til að komast nær eldfjallaeyjunni Heklu en það reynist sjónhverfing. Loks ákveða nágrannaþorpin tvö að vinna saman í staðinn fyrir að berjast.