Guðrún kemst að því að vandræði þorpsins stafa af afkvæmum urðarkattar. Þorpsbúar safna kettlingunum saman og Ormhildur vill að þeim verði sleppt uppi í fjöllum. Á leiðinni mæta þau mannýgu nauti sem Guðrún ruglar rækilega í ríminu svo það lætur þau vera. Álfur fellst á vopnahlé við Rauð þegar hann kemst að því að þeir eiga sameiginlega andstæðinga í Ormhildi og hópnum hennar.