Home / Series / Kveikur / Aired Order /

All Seasons

Season 1 - Kveikur

  • S01E01 Barnavernd og Paradísarskjölin

    • November 7, 2017
    • RÚV

    Enginn sá fyrir afleiðingar af aðkomu Barnaverndar Reykjavíkur þegar fjölskylda var tilkynnt þangað vegna gruns um að barn hefði verið hrist. Í seinni hluta þáttarins verður kafað í það markverðasta í Paradísarskjölunum.

  • S01E02 Tölvuöryggi, fráveitumál, deila Hæstaréttardómara

    • November 14, 2017
    • RÚV

    Skuggaveran í hettupeysunni, óframfærni tölvunördinn, er vissulega til, en sjaldnast er það þessi hakkari sem veldur mesta óskundanum. Kveikur kafar í tölvuöryggismál í fyrsta hluta þáttarins og veltir því upp hvort hægt sé að hakka hvað sem er.

  • S01E03 Brottkast, ís-svindl og uppgjöf Fiskistofu

    • November 21, 2017
    • RÚV

    Ítrekað og mikið brottkast á sér stað um borð í íslenskum togara. Regluverkið er þó þannig að auðveldt er að koma sér undan viðurlögum við slíkum brotum. Kveikur skoðar brottkast, svindl á ísprósentu, og uppgjöf Fiskistofu.

  • S01E04 Umsvif Rússa og höfundur Njálu

    • November 28, 2017
    • RÚV

    Umsvif Rússa á Norðurslóðum, á svæðinu umhverfis Íslands, hafa ekki verið jafn mikil lengi. Kjarnorkukafbátar sem NATO-þjóðirnar reyna að fylgjast grannt með sigla um hið svokallaða GIUK-hlið. Kveikur kannar líka rannsókn íslenskra fræðimanna á því hver geti og hver geti ekki verið höfundur Njálu.

  • S01E05 Macchiarini og hryðjuverkaárás í Malí

    • December 5, 2017
    • RÚV

    Skurðlæknirinn Paolo Macchiarini græddi plastbarka í minnst átta manns. Einungis einn þeirra er enn á lífi. Macchiarini settist niður með Kveik. Við ræðum svo við íslenskan mann og móður hans en þau, ásamt eiginkonu hans og fjórum börnum, lentu í miðri hryðjuverkaárás í Malí.

  • S01E06 Róhingjar og sjávarútvegsráðherra

    • December 12, 2017
    • RÚV

    Kveikur heimsótti flóttamannabúðir Róhingja. Núna hefur fólksstraumurinn nánast þornað upp, vegna þess að það er eiginlega enginn eftir af Róhingjunum í Mjanmar. Í síðari hluta þáttarins er rætt við sjávarútvegsráðherra um brottkast, framhjálöndun og vanmátt Fiskistofu, sem á eftirliti með því.

  • S01E07 Jemen og lífið á útfararstofu

    • January 23, 2018
    • RÚV

    Jón Björgvinsson er einn fárra fréttamanna sem hefur komist inn fyrir landamæri Jemens. Í þúsund daga hefur þar staðið styrjöld með tilheyrandi hörmungum. Í síðari hluta þáttarins skyggnumst við inn í hversdaginn hjá starfsmönnum útfararstofu.

  • S01E08 Skipan dómara og læsi Íslendinga

    • January 30, 2018
    • RÚV

    Sigríður Andersen dómsmálaráðherra svarar fyrir ákvörðun sína um að skipa þrjá dómara við Landsrétt sem ekki voru í efstu sætum lista sem sérstök hæfisnefnd setti saman. Kveikur skoðar líka stöðu bókaþjóðarinnar sem á sífellt erfiðara með að lesa.

  • S01E09 Frumskógarsjúkrahús og staða kennara

    • February 6, 2018
    • RÚV

    Við skyggnumst á bak við tjöldin á vettvangssjúkrahúsi Rauða krossins úti í frumskógi í Bangladess. Við fylgjum þremur íslenskum hjúkrunarfræðingum í gegnum daginn. Í seinni hluta þáttarins skoðum við stöðu kennara á Íslandi.

  • S01E10 Bitcoin og Raufarhöfn

    • February 13, 2018
    • RÚV

    Bitcoin er í tísku og mikið til umræðu. Þessi græðir, hinn tapar, lögreglan varar við svindli en samt vita fæst okkar almennilega hvað bitcoin er. Í síðari hluta þáttarins fjöllum við um Raufarhöfn. Byggðastofnun mat það svo að það væri sú byggð í landinu sem stæði hvað höllustum fæti.

  • S01E11 Kannabis og ljósleiðari

    • February 20, 2018
    • RÚV

    Kveikur heimsækir í fyrri hluta þáttar verksmiðju á höfuðborgarsvæðinu þar sem kannabis er ræktað í atvinnuskyni. Við förum svo yfir ljósleiðaravæðinguna, hvað hún þýðir fyrir neytendur, á hverju rígurinn og stöðug málaferli milli fyrirtækjanna byggist.

  • S01E12 Vopnaflutningar Atlanta og kannabis

    • February 27, 2018
    • RÚV

    Við fjöllum um vopnaflutninga íslenska flugfélagsins Atlanta sem fram fara með samþykki íslenskra stjórnvalda. Við höldum svo áfram umfjöllun um kannabis frá því síðustu viku og horfum á málið frá mismunandi sjónarhornum.

  • S01E13 Barka og vopnaflutningar

    • March 6, 2018
    • RÚV

    Við kynnumst starfsemi Barka og fylgjumst með skjólstæðingum samtakanna hér á landi. Í síðari hluta þáttar höldum við áfram að fjalla um vopnaflutninga Atlanta og ræðum við Þórólf Árnason, forstjóra Samgöngustofu, sem heimilað hefur flutningana.

  • S01E14 Arion og Stefnir og Barka

    • March 13, 2018
    • RÚV

    Sjóðsstýringarfélagið Stefnir greiddi eignastýringu Arion banka þóknanir fyrir fjárfestingar sem eignastýringin hafði milligöngu um, meðal annars fyrir lífeyrissjóði sem eru að fullu í rekstri bankans. Í síðari hluta þáttar höldum við áfram umfjöllun um Barka-samtökin.

  • S01E15 Spilavíti og Úganda

    • March 20, 2018
    • RÚV

    Fjárhættuspil eru bönnuð á Íslandi. Það kemur þó ekki í veg fyrir að aðgengi að spilakössum er betra en gengur og gerist í löndum þar sem spilavíti eru leyfð. Við skoðum einnig aðstæður í flóttamannabúðum í Úganda. Stjórnvöld þar í landi hafa fengið lof fyrir hvernig tekið er á móti

  • S01E16 Barnavernd og Gravitas

    • March 27, 2018
    • RÚV

    Í fyrri hluta Kveiks verður rakið mál, sem virðist hafa verið kornið sem fyllti mælinn hjá Barnaverndarstofu í fyrra. Í síðari hluta þáttarins skoðum við offituaðgerðir sem framkvæmdar eru af fyrirtækinu Gravitas en tvær konur dóu nýverið eftir magaermaraðgerð hjá fyrirtækinu.

  • S01E17 Stytting vinnuvikunnar og biskup

    • April 10, 2018
    • RÚV

    Vinnuvika Íslendinga er með þeim lengri í Evrópu og sú lengsta á Norðurlöndunum, en framleiðni þjóðarinnar er ekki í takti við þessa miklu vinnu. Kveikur skoðar af hverju það er og hugmyndir um að stytta vinnuvikuna. Í síðari hluta þáttar kynnumst við Agnesi M. Sigurðardóttur, biskupi Íslands. Á ýmsu hefur gengið síðan hún varð biskup.

  • S01E18 Skipulögð glæpastarfsemi og læknamistök

    • April 17, 2018
    • RÚV

    Kveikur skoðar eðlisbreytingu sem hefur orðið á glæpum á Íslandi, sem eru nú orðnir hluti af skipulagðri glæpastarfsemi. Í síðari hluta þáttarins fjöllum við um dreng sem rétt sjö vikna gamall varð fyrir alvarlegum heilaskaða vegna súrefnisskorts sem er rakinn til mistaka í aðgerð og eftirmeðferð á Landspítalanum.

  • S01E19 Krabbameinsskimun og samantekt frá vetrinum

    • April 24, 2018
    • RÚV

    Við skoðum krabbameinsskimun á Íslandi þar sem þátttakan hefur farið minnkandi í tuttugu og fimm ár. Nú er hún komin langt undir alþjóðleg viðmið. Í lok þáttar rifjum við upp sumt af því sem fjallað hefur verið um í Kveik í vetur.

Season 2

  • S02E01 Svarta hliðin á íslenskum vinnumarkaði

    • October 2, 2018
    • RÚV

    Allt frá því stuttu eftir aldamót hafa reglulega borist fréttir af bágum kjörum erlends verkafólks hér á landi. Allt að 30 þúsund erlendir ríkisborgarar eru í dag starfandi á íslenskum vinnumarkaði og hafa aldrei verið fleiri. Þrátt fyrir fjöldann og framlag hans til samfélagsins hefur hann litla sem enga rödd og býr almennt við verri kjör og aðbúnað en Íslendingar í sömu störfum.

  • S02E02 Steve Edmundson og það sem við vitum ekki 10 árum eftir hrun

    • October 9, 2018
    • RÚV

    Í fyrri hluta þáttarins fjöllum við um Steve Edmundson, sjóðstjóra lífeyrissjóðs opinberra starfsmanna í Nevada-ríki. Sá sjóður er af svipaðri stærð og allir íslensku lífeyrissjóðirnir samanlagt. Samt þarf bara einn mann til þess að stýra öllum fjárfestingum hans og meira en þrefalt færra starfsfólk heilt yfir. Við skoðum líka hvar við stöndum 10 árum eftir hrun og veltum því upp hvað það er sem við vitum ekki enn í dag. Rætt er við Evu Joly, Ólaf Þór Hauksson, Bryndísi Kristjánsdóttur, auk annarra.

  • S02E03 Friðlýsingar og Narva

    • October 16, 2018
    • RÚV

    Við tökum stöðuna á friðlýsingum á Íslandi. Af um það bil fimmtíu svæðum sem Alþingi hefur samþykkt að friðlýsa síðustu fimmtán árin hafa aðeins örfá komist í þann flokk. Við heimsækjum svo borgina Narva í Eistlandi en hún stendur á landamærum Rússlands og Eistlands. Borgin barst í umræðuna í kjölfar innrásar Rússa á Krímskaga, þar sem iðulega var sagt að Narva yrði næst.

  • S02E04 Steranotkun

    • October 23, 2018
    • RÚV

    Steraneysla hefur aukist á undanförnum árum. Það er auðvelt að nálgast þessi efni sem geta haft mikil áhrif til hins verra. Við ræðum meðal annars við son Jóns Páls Sigmarssonar kraftajötuns, sem sjálfur notaði stera um tíma.

  • S02E05 Íslensk eldfjöll og ágengar tegundir

    • October 30, 2018
    • RÚV

    Fimm öflugustu eldfjöll landsins eru að búa sig undir eldgos. Hvaða fjöll eru þetta? Og hvernig eigum við að búa okkur undir gos? Við svörum þessum spurningum í þætti kvöldsins. Við skoðum einnig framandi tegundir, sem fer fjölgandi í íslenskri náttúru. Í dag eru framandi tegundir önnur helsta ógnin við líffræðilegan fjölbreytileika á eftir búsvæðaeyðingu.

  • S02E06 Kosningar í Bandaríkjunum og loftslagsmál

    • November 6, 2018
    • RÚV

    Hvað finnst bandarískum almenningi um Donald Trump? Þingkosningarnar eru einskonar mælikvarði á það og á undirölduna í samfélaginu. Kveikur er á staðnum og fylgist með gangi mála. Ísland er óravegu frá því að uppfylla markmið Parísarsamkomulagsins um loftslagsmál. Hvernig ætlum við fara að því? Við hefjum þriggja hluta umfjöllun okkar um loftslagsmál.

  • S02E07 Rafbílavæðingin og Trump og fjölmiðlarnir

    • November 13, 2018
    • RÚV

    Við höldum áfram að fjalla um loftslagsbreytingar og hvernig við ætlum að draga úr kolefnislosun. Nú eru það rafbílarnir en allir stjórnmálaflokkar hafa talað fyrir orkuskiptum í samgöngum. Hvernig gengur það hins vegar í raun? Við skoðum líka hvernig fjölmiðlar í Bandaríkjunum bregðast við forseta sem þolir ekki gagnrýna fjölmiðla.

  • S02E08 Opinberar framkvæmdir og endurheimt votlendis

    • November 20, 2018
    • RÚV

    Við skoðum opinberar framkvæmdir, sem hafa farið 160 milljarða fram úr áætlunum á síðustu þremur áratugum. Hver ber ábyrgðina og hvað er til ráða? Við höldum svo áfram umfjöllun okkar um loftslagsmál, sem snúast ekki bara um að haka við ákvæði í alþjóðasamningum.

  • S02E09 Kjarasamningar og e-Estonia

    • November 27, 2018
    • RÚV

    Nú eru kjarasamningar flestra að verða lausir og, komið að næstu samningaviðræðum. Nýtt fólk er í forsvari fyrir stærstu samtök launafólks og er samstíga um kröfur á bæði atvinnurekendur og ríkið. Við ræðum við forystusveit verkalýðsfélaganna. Í seinni hluta þáttar skoðum við hvernig Eistar hafa gert meira og minna alla stjórnsýslu í landinu rafræna. Það sparar meðal íbúa í landinu fimm daga af biðröðum.

  • S02E10 Plast

    • December 4, 2018
    • RÚV

    Við fáum fréttir utan úr heimi af plasti sem þekur heilu strendurnar og hafsvæðin, lífríkinu til stórkostlegs tjóns. En hvernig ætli staðan sé á Íslandi? Kveikur skoðar efnið sem við getum ekki verið án en vildum stundum óska að væri ekki til.

  • S02E11 Á slóðum Hauks Hilmarssonar

    • February 5, 2019
    • RÚV

    Kveikur hélt til Sýrlands á slóðir Hauks Hilmarssonar, íslenska aðgerðasinnans sem fór til Rojava að berjast með frelsissveitum Kúrda.

  • S02E12 Procar og sýklalyfjaónæmi

    • February 12, 2019
    • RÚV

    Kveikur flettir ofan af svikum sem ekkert eftirlit nær yfir. Við fjöllum líka um sýklalyfjaónæmi; eina stærstu lýðheilsuvá samtímans.

  • S02E13 Erfðabreytt börn og finnska leiðin

    • February 26, 2019
    • RÚV

    Er í lagi að erfðabreyta mennskum fósturvísum til að koma í veg fyrir sjúkdóma? Verður talið ábyrgðarlaust að eignast börn upp á gamla mátann þegar fram í sækir? Kveikur fjallar um CRISPR-erfðatæknina sem hefur þróast svo hratt að siðfræðingar hafa ekki einu sinni náð að spyrja stóru spurninganna, hvað þá svara þeim. Í seinni hluta þáttarins er finnska skólakerfið skoðað. Allur heimurinn hefur verið að reyna að átta sig á því hvað Finnar hafa gert rétt til þess að ná stöðugt góðum árangri á alþjóðlegum prófum, án þess að leggja sig sérstaklega eftir því. Hvað getum við lært af þeim?

  • S02E14 Vændi á Íslandi

    • March 5, 2019
    • RÚV

    Gríðarmikið framboð er af vændi í Reykjavík. Auðveldara er að kaupa vændi en ýmsan annan varning á netinu. Samt er áratugur frá því að ný lög tóku gildi sem áttu að ná til fólks í vændi og auðvelda því leið út. Þá átti að útrýma nektardansi sem samt er hægt að kaupa í Reykjavík. Hvers vegna hefur okkur ekki gengið betur? Og hvernig heimur er þetta sem flestum er framandi?

  • S02E15 Bílaleigan Procar og Brexit

    • March 12, 2019
    • RÚV

    Við köfum áfram í vafasöm viðskipti bílaleigunnar Procar. Kveikur hefur aflað nýrra upplýsinga sem sýna að svindlið heldur áfram. Hvað þýðir Brexit fyrir Ísland? Hvers vegna vilja Bretar ganga úr Evrópusambandinu? Við fórum til Grimsby, þar sem íslenskur fiskur er ein undirstaða atvinnulífsins en Brexit gæti raskað því. Samt var yfirgnæfandi meirihluti íbúanna fylgjandi útgöngunni.

  • S02E16 Sjálfsvíg á geðdeild

    • March 19, 2019
    • RÚV

    Ungur maður var nauðungarvistaður á geðdeild í ágúst 2017, metinn í sjálfsvígshættu af geðlækni. Líta átti til með honum á minnst fimmtán mínútna fresti. Hann var látinn afskiptalaus í allt að þrjár klukkustundir og svipti sig lífi á þeim tíma.

  • S02E17 Lyfjaskil og baráttan við offitu

    • April 2, 2019
    • RÚV

    Mikið magn lyfseðilsskyldra lyfja í umferð í samfélaginu ýtir undir misnotkun og sóun. Á Íslandi er lyfjum fargað í tonnavís á hverju ári. Offita er heimsfaraldur. Við fylgjum baráttu eins manns við sjúkdóminn.

  • S02E18 Hver á rétt á sanngirnisbótum og Íslandsást á Instagram

    • April 9, 2019
    • RÚV

    Margréti Esther var þvælt milli fósturheimila og annarra úrræða frá blautu barnsbeini fram á fullorðinsár. Hún beitt ofbeldi og nauðgað. Enginn vafi leikur á meðferðinni. Samt á hún engan rétt á sanngirnisbótum. Benjamin Hardman kolféll fyrir Íslandi í fyrstu heimsókninni til landsins. Hann flutti því frá sól og blíðu í Ástralíu í snjó og kulda á Íslandi, er hér alsæll, enda kominn með meira en hálfa milljón fylgjenda á Instagram út á Íslandsævintýrið.

  • S02E19 Takata-loftpúðar og slys á Reykjanesbraut

    • April 16, 2019
    • RÚV

    Stærsta bílainnköllun sögunnar. Þúsundir bíla eru enn á götunum með lífshættulegan öryggisgalla. Óskar Kemp slasaðist lífshættulega í bílslysi sem erlendur ferðamaður olli. Landsréttur ákvað að ferðamaðurinn skyldi ekki sæta farbanni. Hann fór af landi brott og síðan hefur ekkert til hans spurst.

  • S02E20 Alþjóðaforseti Lions fyrst kvenna í heiminum

    • April 23, 2019
    • RÚV

    Guðrún Björt Yngvadóttir hefur verið í Lions-hreyfingunni í 25 ár. Hún býr í Garðabæ og starfaði lengi á rannsóknarstofu sem lífeindafræðingur en síðan hjá Endurmenntun Háskóla Íslands. Hún vill helst ekki gefa upp hvað hún er gömul. Segist hafa orðið 39 ára og tekið ákvörðun um að halda ekki upp á fleiri afmæli, þótt síðan séu liðin mörg ár. Á síðustu árum fór hún að vera virkari í alþjóðastarfi Lions-hreyfingarinnar og nú hefur það aldeilis undið upp á sig. Hún gegnir orðið æðsta embætti hreyfingarinnar. Þar með er hún í forsvari fyrir 1,4 milljóna manna samtök í yfir 200 löndum.

  • S02E21 Smálán og skógarmítlar

    • April 30, 2019
    • RÚV

    Áratug eftir að smálánafyrirtæki hösluðu sér völl á Íslandi, stendur enn yfir stríð við þau. Nú er eignarhaldið orðið erlent, en lánin standast ekki íslensk lög. Svo eru það farfuglarnir sem flykkjast til landsins og með þeim frekar illa þokkaður laumufarþegi sem margir eru logandi hræddir við.

  • SPECIAL 0x1 Lengri útgáfa af viðtali við Jón Ásgeir Jóhannesson

    • January 25, 2021

    Jón Ásgeir Jóhannesson athafnamaður gerir upp nærri 6.000 daga undir smásjá yfirvalda í nýrri bók, Málsvörn, sem hann skrifaði með Einari Kárasyni rithöfundi. Þetta er lengri útgáfa af viðtali sem Helgi Seljan tók við Jón Ásgeir og birtist í Kveik 21. janúar.

Season 3

  • S03E01 Höfuðhögg og heilahristingur

    • October 8, 2019

    Ný íslensk rannsókn á höfuðáverkum íþróttakvenna sýnir að höfuðhögg og jafnvel heilahristingur, hefur veruleg áhrif á stóran hóp íþróttakvenna sem glíma við erfiðar afleiðingar þeirra. Margar hverjar verða aldrei samar.

  • S03E02 Skordýr og uppljóstrarar

    • October 15, 2019

    Flestir taka fækkun skordýra eflaust sem gleðitíðindum enda eru þau ekki sérlega vinsæl dýr. En komumst við af án þeirra? Svo eru það uppljóstrarar sem koma misnotkun valds upp á yfirborðið í þágu almennings. Héraðssaksóknari segir að það þurfi að tryggja vernd þeirra í lögum.

  • S03E03 Norðurslóðir og Veitingabransinn

    • October 22, 2019

    Aukinn hiti hefur færst í aðgerðir stórveldanna sem vilja seilast til áhrifa á norðurslóðum. Í því felast tækifæri en líka ógnir fyrir Íslendinga. Við skoðum einnig umhverfi veitingahúsareksturs á Íslandi í dag og fylgjum eftir starfsfólki Aalto Bistro vinna síðustu starfsviku veitingastaðarins.

  • S03E04 Öryrki eftir aðgerð og Tölvuleikir

    • October 29, 2019

    Málfríður Þórðardóttir var heilsuhraust og virk þar til hún leitaði til læknis í fyrra út af smávægilegum kvilla. Nú er hún með fulla örorku. Svo eru það tölvuleikir; Sígildur ásteytingarsteinn milli barna og foreldra. Hjá rafíþróttadeildum er tölvuleikjum skapað pláss fjarri unglingaherbergjum.

  • S03E05 Jarðakaup Ratcliffes og Endurmenntun lækna

    • November 5, 2019

    Jim Ratcliffe hefur stóraukið eignaumsvif sín á Norðausturlandi. En hversu mikið land á hann eiginlega og hvað finnst heimamönnum? Ekkert kerfi heldur utan um endurmenntun lækna og því er alls óvíst að læknar uppfæri þekkingu sína sem er varla æskilegt í fagi þar sem þekking úreldist hratt.

  • S03E06 Samherjaskjölin

    • November 12, 2019

    Samherji hefur undanfarinn áratug greitt háttsettum stjórnmála- og embættismönnum í Namibíu hundruð milljóna í þeim tilgangi að komast yfir eftirsóttan kvóta. Þetta sýna gögn sem lekið var til Wikileaks og Kveikur hefur rannsakað undanfarið í samstarfi við Al Jazeera Investigates og Stundina.

  • S03E07 Samherjaskjölin II

    • November 26, 2019

    Í þættinum voru viðbrögð við uppljóstrun Samherjaskjalanna skoðuð. Spillingarlögreglan í Namibíu hefur í rúmt ár rannsakað starfsemi Samherja í Namibíu og ásakanir um mútugreiðslur, fjársvik, skattsvik og peningaþvætti. Að umfangi er málið hið stærsta í sögu Namibíu. Þá beinir einn angi rannsóknarinnar, sem hafin er í Noregi vegna Samherjaskjalanna, sjónum að því hvernig þetta var yfir höfuð hægt. Horft er á það sem virðast vera veikar varnir og aðgerðir norska ríkisbankans DNB við peningaþvætti.

  • S03E08 Hvalárvirkjun

    • December 3, 2019

    Þrátt fyrir að íbúar Árneshrepps hafi alla tíð verið samheldnir klýfur nú Hvalárvirkjun sveitarfélagið. Í sinni einföldustu mynd mætti segja að í umræðunni um virkjunina sé fólk annað hvort með náttúrunni í liði eða byggð í landinu. En hvað stendur til að gera og hvað mælir með eða á móti virkjun?

  • S03E09 Fólk á flótta

    • February 4, 2020

    Hverjar eru aðstæður flóttafólksins sem við vísum frá Íslandi og til Grikklands? Útlendingastofnun hefur ekki farið og kynnt sér ástandið á staðnum en telur ástandið viðunandi. Kveikur fór til Grikklands og fylgdi meðal annars eftir manni sem vísað var frá Íslandi í janúar. Við tölum einnig við nýbakaða foreldra sem óttast að vera send frá Íslandi til Grikklands, þar sem ekkert bíður þeirra nema flóttamannabúðir.

  • S03E10 Reykjanesskagi og Moria flótta­manna­búðirnar

    • February 11, 2020

    Hvað gerist ef eldsumbrot hefjast á Reykjanesskaga? Kveikur skoðar svæðið þar sem fimm virk eldstöðvarkerfi eru staðsett, sem öll gætu gosið. Í seinni hluta þáttarins könnum við aðstæður í Moria flóttamannabúðunum á Lesbos í Grikklandi. Búðirnar eru taldar einar verstu flóttamannabúðir heims en í síðasta þætti kynntumst við fólki sem flúið hefur til Íslands eftir veru í búðunum.

  • S03E11 Græn orka og ellilífeyrisþegar

    • February 18, 2020

    Hrein íslensk orka. Þetta er ímynd sem íslensk fyrirtæki á borð við álver og gagnaver kynna. En stenst hún? Íslensk orkufyrirtæki hafa selt vottanir fyrir þessari hreinu orku úr landi í stórum stíl. Kveikur kannar málið. Við skoðum líka stöðu 32 þúsund ellilífeyrisþega því enn á ný er tekist á um skerðingar Tryggingastofnunar á ellilífeyrisgreiðslum. Nú um hvernig stofnunin stóð að því að gera upp skerðingar á greiðslum sem dæmdar hafa verið ólöglegar.

  • S03E12 Matarhagkerfið og stríð nútímans

    • February 25, 2020

    Sífellt fleiri Íslendingar velja grænmeti frekar en kjöt. Bændur sem reyna að brjótast út úr kerfinu standa einir. Hvert stefnir íslenskur landbúnaður? Við skoðum kerfið sem stýrir því hvaða matur er framleiddur á Íslandi. Í síðari hluta þáttarins veltum við því upp hvernig nútímastríð eru háð. Einu sinni þýddi stríð vopnaðar hersveitir sem ruddust yfir landamæri en ekki lengur. Þegar stríðið er falsfréttir eða tölvuhakk skipta landamæri engu máli.

  • S03E13 Fátækt á Íslandi

    • March 3, 2020

    Íslendingar hafa löngum stært sig af því að hér á landi sé engin stéttaskipting, allir séu jafnir og eigi jafna möguleika. Líklega vitum við þó betur. Tugþúsundir Íslendinga búa við fátækt sem takmarkar möguleika þeirra. En hvernig er að búa við fátækt, jafnvel allt sitt líf? Og hvernig er að alast upp í fátækt? Hvaða áhrif hefur fátækt á fólk og fjölskyldur?

  • S03E14 COVID-19

    • March 17, 2020

    Kveikur fjallar um COVID-19 í tvöföldum þætti og sérstakri vefútgáfu. Við förum til Ítalíu og sjáum hverjar afleiðingarnar þar eru, könnum viðbúnað íslenskra stjórnvalda og svörum spurningunni hvað er COVID-19.

  • S03E15 Leynilegar greiðslur og kórónuveiran

    • March 24, 2020

    Framkvæmdastjóri Upphafs, fasteignafélags GAMMA, þáði tugmilljóna króna ráðgjafagreiðslur frá byggingaverktaka sem vann milljarðaverkefni fyrir Upphaf. Lífeyrissjóðir töpuðu miklu á fasteignafélaginu. Gögn sem Kveikur komst yfir urðu til þess að málið var kært til lögreglu. Kórónuveiran dreifist enn hratt um heimsbyggðina. Á meðan leita vísindamenn logandi ljósi að lyfjum og bóluefni sem duga á veiruna. Vísindamaður Íslenskrar erfðagreiningar rannsakar veiruna heima hjá sér því hann er sjálfur með veikina. Hagkerfi heimsins eru í uppnámi vegna faraldursins, og óvissan á Íslandi er alger. Farsóttin hefur gerbreytt daglegu lífi fólks á örskömmum tíma.

  • S03E16 Farsóttin á Íslandi og í New York og hvalræði í Skagafirði

    • April 7, 2020

    Alfriðaður hnúfubakur var eltur klukkustundum saman á Skagafirði haustið 2018 og skotið á hann. Kveikur fjallar um aðfarir sem hvalasérfræðingur segir pyntingar á dýri í neyð, og við veltum upp spurningunni hvort yfirvöld geti rannsakað ásakanir um dýraníð þegar þau eru sjálf gerendur. Gert er ráð fyrir að hápunkti kórónuveirufaraldursins verði náð síðar í vikunni, og erfiðast verður að manna Landspítalann þar sem tvöfalt til þrefalt fleiri starfsmenn þarf á COVID-deild en aðrar deildir. Við fjöllum líka um ástandið í New York og tölum meðal annars við íslenskan smitsjúkdómalækni sem stýrir viðbrögðum á tveimur sjúkrahúsum í borginni. Við tölum svo við konu sem hefur búið í New York í sjö ár og situr nú heima hjá sér í hálfgerðu útgöngubanni, atvinnulaus.

  • S03E17 Horfinn atvinnuvegur og faraldurinn í Afríku

    • April 21, 2020

    Efnahagsóvissan vegna heimsfaraldursins er einna mest á Suðurnesjum, þar sem þúsundir manna hafa misst vinnuna, að hluta eða öllu leyti. Atvinnurekendur berjast við að halda fólki í vinnu í gegnum hlutabótaleið stjórnvalda, en segja um leið að enginn þoli þetta ástand til lengdar án þess að segja upp fólki. Það eru ekki allar þjóðir jafn vel búnar undir heimsfaraldur og Ísland. Mörg þau lönd sem eru verst í stakk búin eru í Afríku sunnan Sahara, og þar blasir við allt annar veruleiki en á Vesturlöndum. Ekki aðeins eru heilbrigiðskerfin vanbúin, heldur efnhagskerfin líka. Hvaða áhrif hefur til dæmis útgöngubann á daglaunafólk sem kemst ekki út til að afla sér lífsviðurværis?

  • S03E18 Heimilisofbeldi í heimsfaraldri og eftirköst veikinnar

    • April 28, 2020

    Heimilisofbeldi hefur aukist um 10% í kórónuveirufaraldrinum, samkvæmt tölum ríkislögreglustjóra. Þá hefur tilkynningum til barnaverndarnefnda fjölgað, og fleiri börn en áður hringja sjálf í barnavernd til að greina frá slæmum aðbúnaði sínum. Þótt kórónuveiran greinist ekki lengur hjá mörgum sem veiktust af COVID-19 er í fæstum tilvikum hægt að segja að sjúklingarnir séu heilir heilsu. Margir lýsa lungnavandamálum, og ófáir sjá fram á vikur eða mánuði í endurhæfingu.

Season 4

  • S04E01 Eimskip og endurvinnslan á Indlandi

    • September 24, 2020

    Hvað verður um flutningaskip þegar þau hafa siglt sína síðustu ferð um heimshöfin? Kveikur skoðar hvernig Eimskipafélag Íslands losaði sig við tvö af stærstu gámaskipum landsins, Laxfoss og Goðafoss, með umdeildum hætti.

  • S04E02 Menningar­verð­mæti og íslenskir vegir

    • October 8, 2020

    Íslensk menningarverðmæti eru víða í hættu. Þetta sýnir rannsókn Kveiks, meðal annars á aðstæðum í nokkrum af stærstu söfnum landsins. Dæmi eru um að ómetanlegar þjóðargersemar séu geymdar þar sem ýmist er ekkert slökkvikerfi eða hætta er á vatnsflóði—nema hvort tveggja sé. Það eru engin nýmæli að malbik og klæðningar á vegum skapi hættu. Vegir eru holóttir, það eru djúp hjólför í þeim og stundum verða þeir hálir á heitum sumardögum. En hvers vegna er þetta svona? Erum við svona léleg í að leggja vegi? Hvað þarf að gera til að bæta ástandið?

  • S04E03 Þriðja bylgja COVID: Hvað er framundan?

    • October 22, 2020

    „Það varð bara stórslys. Það er bara þannig,“ segir Jóhanna Jakobsdóttir, líftölfræðingur og einn af höfundum spálíkans Háskóla Íslands um þróun faraldursins. Eftir ótrúlegan árangur í vor reis önnur bylgja síðsumars og svo skall þriðja bylgjan á um miðjan september og það fór allt á hliðina. Hvernig gat Ísland verið komið í þessa stöðu?

  • S04E04 Mygla í íslenskum húsum

    • November 5, 2020

    Rakaskemmdir og mygla í húsum eru líklega algengara vandamál en marga grunar. Og vandinn er ekki bara bundinn við gömul hús. Gæti lífsstíll okkar aukið vandann?

  • S04E05 Iðnnám

    • November 19, 2020

    Ríkið greiðir að meðaltali eina og hálfa milljón króna á ári með hverjum framhaldsskólanema. Það segir sig því sjálft að það er mjög dýrt fyrir samfélagið að ýta ungu fólki í nám sem það hefur ekki endilega áhuga á - en fer í fyrir orð foreldra sinna eða til að fylgja félögunum. Áratugum saman hefur verið reynt að fá fleiri til að velja iðn- og verknám en það hefur lítinn sem engan árangur borið, þar til kannski síðustu misseri að aðsókn hefur aukist töluvert. Kveikur skoðar þróunina og hvað er framundan.

  • S04E06 Bráðnun jökla og byggingafúsk

    • December 3, 2020

    Útlit er fyrir að árið 2020 verði eitt af þremur hlýjustu árum á jörðinni síðan mælingar hófust. Það eru sérstaklega vondar fréttir fyrir náttúrufyrirbæri úr ís. Vatnajökull hefur minnkað um þúsund ferkílómetra. Það er bara byrjunin. Í seinni hlutanum höldum við áfram að skoða myglu í húsnæði á Íslandi. Fasteign er dýrasta fjárfesting flestra Íslendinga á lífsleiðinni. Hún er líka heimili okkar, hvíldarstaður og skjól. Hollt og gott umhverfi fyrir börnin okkar. En hvað ef við kaupum köttinn í sekknum?

  • S04E07 Andlát Perlu Dísar og endurkoma Jóns Ásgeirs í viðskiptalífið

    • January 21, 2021

    Perla Dís Bachmann lést þegar hún var á 19 ára. Dánarorsök var of stór skammtur af MDMA en hún hafði mánuðina áður verið edrú og því kom andlátið foreldrunum í opna skjöldu. Niðurstöður krufningar vöktu spurningar um hvað hefði í raun og veru gerst þennan sunnudag. Rannsókn lögreglu svaraði því hvorki hvernig né hvenær Perla dó og margt í rannsókninni orkar mjög tvímælis. Í síðari hluta þáttarins er rætt við Jón Ásgeir Jóhannesson, sem er snúinn aftur í íslenskt viðskiptalíf og gerir upp í nýrri bók eftir Einar Kárason. „Ég held að það sé svona, þú veist, menn fóru of hratt, misstu yfirsýnina,“ segir hann meðal annars í viðtalinu.

  • S04E08 Heimsókn til eiganda WOW og arðgreiðslur fyrirtækja sem fengu ríkisstyrk

    • February 4, 2021

    Michele Roosevelt Edwards keypti flugfélagið WOW air og vill endurreisa það. Hún vill líka komast yfir Icelandair. Kveikur heimsótti eiganda fallna flugfélagsins á sveitasetur í Virginíu. Stjórnvöld hafa styrkt ferðaþjónustufyrirtæki um milljarða króna til að greiða laun fólks á uppsagnarfresti. Sum fyrirtækin höfðu árin fyrir faraldurinn greitt hundruð milljóna króna, jafnvel milljarða, í arð. Kveikur gerði úttekt á arðgreiðslum þeirra 50 fyrirtækja sem mest hafa fengið í styrk.

  • S04E09 Um­svif Sam­herja, á­sakanir með­eig­enda og einn stjórn­mála­maður enn

    • February 18, 2021

    Kveikur skoðar hvernig Samherji teygir anga sína víða, þó hjarta alþjóðlegrar starfsemi fyrirtækisins skuli vera á Kýpur. Þá er gerð grein fyrir ásökunum meðeigenda Samherja að útgerðinni Arcticnam, sem telja sig hafa verið rænda, og rannsókn á vegum stjórnar fiskneyslusjóðs Namibíu þar sem dregnar eru fram vísbendingar um að fyrrverandi formanni stjórnar sjóðis hafi verið greiddar mútur. Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari ræðir svo stöðu rannsóknarinnar hér á landi.

  • S04E10 „Við erum hvergi stopp í þessu“

    • February 26, 2021

    Á sama tíma og umfjöllun hófst um Samherjaskjölin gaf uppljóstrarinn Jóhannes Stefánsson sig fram við yfirvöld á Íslandi og afhenti þeim gögn og eigin framburð og með því hófst rannsókn málsins á Íslandi. Í Namibíu hafði rannsóknin staðið lengur og þar hafa þegar komið fram ákærur og réttarhöld á næsta leyti. Minna hefur þó spurst af rannsóknum málsins hjá Skattrannsóknarstjóra og Héraðssaksóknara, sem ræddi við Kveik á dögunum, að svo miklu leyti sem hann gat. Hann vildi til að mynda ekki svara neinu um hvenær rannsókninni lyki, hvað væri undir og hvort fleiri hefðu bæst í hóp grunaðra. „Þessi rannsókn er nokkuð stór að umfangi og mun örugglega taka þónokkurn tíma,“ segir Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari við Kveik. Rannsóknin hér er þó í fullum gangi. „Við erum hvergi stopp í þessu og það hefur verið haldið áfram og verður haldið áfram á fullu afli eins og við þurfum.“ Hér má sjá lengri útgáfu af viðtalinu við Ólaf Þór Hauksson héraðssaksóknara en birtist í Kveik fimmtudaginn 1

  • S04E11 Staða sérfræðilækna

    • March 11, 2021

    Kveikur fjallar um einkareknar læknastofur. Staða þeirra hefur verið deiluefni í áratugi. Stjórnvöld vilja nú breyta forsendum samninga við sérgreinalækna en læknarnir eru ósáttir við það.

  • S04E12 Ástarsvik og pálmaolía

    • March 18, 2021

    Tugir Íslendinga tapa tugum, jafnvel hundruðum milljóna króna árlega í hendur skipulagðra netglæpahópa. Flestir telja sig hafa fundið ást og hamingju á internetinu. Kveikur ræðir við fórnarlömb slíkra svika og þá sem rannsaka þau. Í síðari hluta þáttar beinum við sjónum að pálmaolíu sem hefur veruleg áhrif á lífríkið.

  • S04E13 Virkjanir og tölvukerfi lífeyrissjóða

    • April 29, 2021

    Ekki hefur enn tekist að afgreiða þriðja áfanga rammaáætlunar á Alþingi, þótt fimm ár séu síðan verkefnastjórnin skilaði þáverandi umhverfisráðherra tillögum sínum. Hvernig stendur málið í dag og verður hægt að klára það fyrir komandi kosningar? Kveikur skoðar einnig viðskipti í kringum eitt af stærri tölvukerfunum sem notað er til að halda utan um lífeyri landsmanna; Jóakim. Í ljós hefur komið að lykilstjórnendur í fyrirtæki sem þjónustar kerfið fyrir lífeyrissjóðina hafa hagnast um hundruð milljóna króna í viðskiptum við sjálfa sig, án vitneskju eigenda kerfisins.

Season 5

  • S05E01 Offita barna og fólkið sem vildi ekki COVID-bólusetningu

    • October 5, 2021

    Börnum með offitu fer fjölgandi í landinu. Offita hrjáir nær tíunda hvert grunnskólabarn utan höfuðborgarsvæðis. Fleiri börn leita á Landspítalann með alvarlega fylgikvilla eins og fitulifur, kæfisvefn og undanfara sykursýki. Stórtækari aðgerða er þörf til að snúa þróuninni við. Í seinni hluta þáttarins er fjallað um fólkið sem vildi ekki láta bólusetja sig við COVID-19. Rætur vantraustsins eru kannaðar og spurt hvort bólusetningarumræðan á Íslandi hafi verið nógu upplýst.

  • S05E02 Stafrænt kynferðisofbeldi og rússnesk herskip undan Íslandsströndum

    • October 19, 2021

    Íslenskar unglingsstúlkur eru ítrekað beðnar um að senda eða selja af sér kynferðislegar myndir á netinu. Í seinni hluta þáttarins fjöllum við um ferðir rússneskra herskipa nærri Íslandsströndum og aukna hervæðingu við landið.

  • S05E03 Hreinsunareldur Þóris Sæmundssonar

    • November 2, 2021

    Þórir Sæmundsson var rísandi stjarna á íslensku leiksviði. En eftir að kynferðisleg myndasending hans komst í hámæli árið 2017 hefur hann verið utangarðs og fær hvergi vinnu. Kveikur ræðir við Þóri og veltir því upp hvenær og hvernig fólk sem hefur misstigið sig á afturkvæmt í samfélagið.

  • S05E04 Umræðuhefðin og gerendur

    • November 16, 2021

    Umræðuþáttur um leiðir til bættrar umræðuhefðar og betrunar fyrir gerendur sem ekki eiga heima í réttarvörslukerfinu.

  • S05E05 Meðferð við alvarlegum heilaskaða

    • November 30, 2021

    Þegar heilinn skaddast getur það haft skelfilegar afleiðingar. Meðferð gæti bætt stöðu margra en hvorki ríki né sveitarfélög vilja greiða fyrir hana.

  • S05E06 Brotaþolar og staða íslenskunnar

    • February 1, 2022

    Fjallað er um stöðu brotaþola í réttarvörslukerfinu og ákall um breytingar. Í seinni hluta þáttarins er því velt upp hvort íslenskan geti staðið af sér fordæmalaus áhrif ensku á þetta örtungumál.

  • S05E07 Ofskynjunarefni gegn geðsjúkdómum

    • February 15, 2022

    Vísbendingar eru um að ofskynjunarefni geti gagnast í meðferð við geðsjúkdómum. Rætt er við erlenda sérfræðinga sem hafa rannsakað áhrif slíkra efna og talað við Íslendinga sem hafa nýtt sér þau í lækningaskyni þótt þau séu ólögleg.

  • S05E08 Úkraínumenn á flótta og hormónaraskandi efni

    • March 1, 2022

    Kveikur er á ferð með fólki sem flýr frá stríðinu í Úkraínu. Í seinni hluta þáttarins er fjallað um hormónaraskandi efni í umhverfinu.

  • S05E09 Vindorka á Íslandi og fjárfestingarsvik á netinu

    • March 16, 2022

    Tugir hugmynda hafa verið settir fram um vindorkuver á Íslandi. Vindmyllurnar yrðu háar og áberandi. Í seinni hluta þáttarins fjöllum við um fjárfestingarsvik á netinu. Tugir Íslendinga falla fyrir gylliboðum á hverju ári og tapa himinháum fjárhæðum.

  • S05E10 Örkumlaðist við barnsburð

    • March 29, 2022

    Um tíundi hver sjúklingur verður fyrir mistökum heilbrigðisstarfsmanns, vanrækslu eða óhappi. Í þættinum er fjallað um öryggi sjúklinga og sögð saga Bergþóru Birnudóttur sem örkumlaðist við fæðingu eins stærsta barns sem hefur fæðst á Íslandi síðustu áratugi.

  • S05E11 Skjáfíkn barna og Breiðafjarðarferjan Baldur

    • April 12, 2022

    Sífellt fleiri börn leita á barna- og unglingageðdeild Landspítalans vegna skjáfíknar. Fjallað er um nýja íslenska rannsókn um skjánotkun barna og unglinga. Í seinni hluta þáttarins er fjallað um spurningar sem hafa vaknað um öryggi Breiðafjarðarferjunnar Baldurs.

  • S05E12 Slæmur aðbúnaður aldraðra og tónlistarmaðurinn Prins Póló

    • April 26, 2022

    Í þrjátíu ár hefur verið fjallað um fráflæðisvanda Landspítalans en minna horft til fólksins sem lendir á hrakhólum. Hefur eitthvað breyst á þessum þrjátíu árum? Og hvernig stendur á því að veikt, gamalt fólk nýtur ekki fullra mannréttinda? Í þættinum verður sjónum beint að öldruðu fólki og aðbúnaði þeirra. Í seinni hluta þáttarins verður farið inn í hinn óvenjulega skapandi hugarheim Svavars Péturs Eysteinssonar, sem er með ólæknandi krabbamein á fjórða stigi, og hversdagsleikinn dýrkaður með hliðarsjálfi hans, Prins Póló.

Season 6

  • S06E01 Hörmulegt bílslys við Núpsvötn

    • September 20, 2022

    Eitt versta bílslys sem hefur orðið á Íslandi varð við Núpsvötn milli jóla og nýárs árið 2018. Feðgin sem lifðu af segja sögu sína í þættinum. Alls hafa 119 látist í umferðarslysum undanfarinn áratug, stór hluti erlendir ferðamenn. Í þættinum er varpað fram spurningum um umferðaröryggi á Íslandi nú þegar ferðamenn streyma aftur til landsins.

  • S06E02 Virkjanir sem þurfa ekki leyfi Alþingis og Haraldur Þorleifsson

    • October 4, 2022

    Kveikur fjallar um virkjanir og virkjunarhugmyndir undir 10 megavöttum, sem þurfa ekki að fara fyrir Alþingi. Í seinni hluta þáttarins er brugðið upp nærmynd af Haraldi Þorleifssyni, einum óvenjulegasta auðmanni landsins.

  • S06E03 Fæðuöryggi á Íslandi

    • October 18, 2022

    Kóvid, eldgos og stríð hafa minnt á fallvaltleika kerfisins og vakið spurningar um fæðuöryggi þjóðarinnar. Yrði til nægur matur í landinu á hamfara- eða stríðstímum?

  • S06E04 Fjölgun skotvopna og leyndardómar íslenskra hraunhella

    • November 1, 2022

    Vélbyssum hefur stórfjölgað á Íslandi á síðustu árum. Kveikur skyggnist inn í heim löglegra og ólöglegra vopna. Örverur í íslenskum hraunhellum geta gefið vísbendingar um líf á öðrum hnöttum, samkvæmt nýrri fjölþjóðlegri rannsókn. Í þættinum eru sýndar viðkvæmar náttúruperlur sem hafa ekki komið fyrir sjónir almennings áður.

  • S06E05 Áhrif sjókvíaeldis og úrræðaleysi í vörnum Íslands

    • November 15, 2022

    Fjöldi núverandi og fyrirhugaðra sjókvíaeldissvæða er í siglingaleiðum skipa. Yfirvöld lýsa áhyggjum af þessu. Kveikur rýnir líka í áform um sjókvíaeldi í Seyðisfirði. Í seinni hluta þáttarins er fjallað um úrræðaleysi Íslands í varnarmálum. Heimsmyndin er breytt, ógnin meiri og geta Íslendinga til að bregðast við henni er lítil, því málaflokknum hefur verið útvistað til bandamanna um áratugaskeið.

  • S06E06 Sjö ár Sýrlendinga á Akureyri

    • December 27, 2022

    Í sjö ár hefur Kveikur fylgst með tveimur sýrlenskum fjölskyldum sem boðið var til Íslands skömmu fyrir jólin 2015, sem kvótaflóttamönnum. Á þessum tíma hefur mikið gerst í lífi fjölskyldnanna, þau upplifað sigra og vonbrigði. Frá gleðinni yfir að komast í skjól frá stríði og hörmungum til streðsins við að læra nýtt tungumál, rata um framandi samfélag og það um dimman vetur. Einstök innsýn í það sem tekur við þegar flóttamaður er kominn í skjól og er ekki lengur á flótta.

  • S06E07 Sílíkonbrjóstapúðar og afleiðingar þeirra

    • January 17, 2023

    Kveikur fjallar um sílíkonbrjóstapúða og þær aukaverkanir sem þeir geta haft. Þrjár konur lýsa reynslu sinni og veikindum eftir að hafa látið græða í sig sílíkonpúða. Sérfræðingar segja einnig frá nýjustu rannsóknum sem benda til þess að BII, breast implant illness eða brjóstapúðaveiki, þurfi að taka alvarlega.

  • S06E08 Urðun og úrgangsmál og búðahnupl fyrir sex milljarða

    • January 31, 2023

    Þúsundir tonna af dýrahræjum hafa verið urðaðar á Íslandi undanfarin ár, þótt það sé ólöglegt. Íslendingar henda 1,3 milljónum tonna af úrgangi á ári. Til stendur að loka langstærsta urðunarstað á Íslandi fyrir lok þessa árs, og nýr staður hefur ekki fundist. Þjófar stela úr verslunum fyrir um sex milljarða króna árlega. Skipulagðir hópar fara um landið og sækja í tilteknar vöru sem eru ýmist sendar úr landi eða seldar innanlands. Verkfærum er stolið fyrir tugi ef ekki hundruð milljóna króna og finnast sjaldan. Kaupmenn gagnrýna lögreglu sem segist þurfa að forgangsraða.

  • S06E09 Brestir í kerfi fyrir börn í vanda

    • February 14, 2023

    Alvarleg líkamsárás varð á vistheimili fyrir börn og ungmenni í fyrra, ekki í fyrsta sinn. Kveikur talar við fórnarlamb árásarinnar og fjallar um bresti í kerfinu sem sinnir börnum sem beita ofbeldi og þurfa sérstaka vistun.

  • S06E10 Á vígaslóð í Úkraínu

    • February 28, 2023

    Ári eftir innrás Rússa í Úkraínu ferðast Kveikur þangað á ný. Úkraínumenn lifa í skugga stríðs þótt fólk beri sig vel og endurbyggi hratt. En það glittir ekki í endalok átakanna. Hvernig er hægt að lifa við þessar aðstæður?

  • S06E11 Rafbílavæðing og sonur foreldra með fötlun

    • March 14, 2023

    Rafbílavæðing er komin á fleygiferð á Íslandi en ýmsar hindranir eru í veginum. Kveikur skoðar sérstaklega þátt stjórnvalda sem hafa með skattaafslætti auðveldað þúsundum landsmanna að kaupa sér rafbíl. Í seinni hluta þáttarins kynnumst við Ottó Bjarka Arnar sem ólst upp hjá foreldrum með þroskafrávik og flogaveiki.

  • S06E12 Martröð í hoppukastala

    • March 28, 2023

    Óhugnanlegt slys varð í risastórum hoppukastala á Akureyri sumarið 2021. Kveikur varpar ljósi á hvað gerðist í raun, með hjálp sjónarvotta og barna sem voru í kastalanum.

  • S06E13 Hættulegt húsnæði og Hvammsvirkjun

    • April 18, 2023

    Þremur árum eftir brunann mannskæða á Bræðraborgarstíg í Reykjavík býr fjöldi fólks enn við hættulegar aðstæður. Slökkviliðið er vanmáttugt. Æpandi eftirspurn eftir húsnæði — nánast hvaða húsnæði sem er — bætir ekki úr skák. Í seinni hluta þáttarins er fjallað um Hvammsvirkjun í Þjórsá sem yrði fyrsta stóra virkjun Landsvirkjunar í jökulfljóti í byggð.

  • S06E14 Íslenska björgunarvélin á fjarlægum slóðum

    • May 2, 2023

    Áhöfnin á flugvél Landhelgisgæslunnar tók þátt í að bjarga rúmlega þúsund flóttamönnum á Miðjarðarhafinu í byrjun mars. En á meðan hún sinnir eftirliti á Miðjarðarhafi er eftirlits- og björgunargeta við Íslandsstrendur takmörkuð.

Season 7

  • S07E01 Börn sem brjóta á öðrum börnum og lýðræðisþátttaka innflytjenda

    • September 19, 2023

    Tifellum þar sem ung börn brjóta kynferðislega á öðrum börnum hefur fjölgað. Þriðjungur mála sem berst Barnahúsi er vegna brota barna undir 18 ára á öðrum börnum. Í seinni hluta þáttarins er fjallað um kosningaþátttöku innflytjenda, sem var aðeins 14% í sveitarstjórnarkosningunum í fyrra.

  • S07E02 OxyContin: Efnið sem eirir engu

    • October 3, 2023

    Fíkniefnaheimurinn á Íslandi er orðinn enn harðari en áður, með tilkomu ópíóíða á borð við OxyContin. Sífellt fleiri deyja af völdum ópíóíða. Ekkert neyslurými er til staðar og fólk notar fíkniefni á almenningssalernum og í bílastæðahúsum. Mörg hundruð manns eru á biðlista eftir að komast í meðferð.